top of page

Skilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar og friðhelgisstefna

Þessir skilmálar eiga við um alla fjarþjálfun sem og einkaþjálfun (hér eftir „þjálfun“) sem fer fram á vegum Rakel Hlyns ,kt. 080993-4479 (hér eftir „við“ eða „fyrirtækið“). Með því að skrá þig í þjálfun samþykkir þú þessa skilmála.

 

1. Almennt um þjónustuna

Fjarþjálfun er veitt í gegnum TrueCoach.

Markmið þjálfunar er að veita þér persónulega leiðsögn og stuðning við þjálfun þína og vellíðan.

Þú ert sjálfur ábyrgur fyrir heilsu þinni og líkamlegri getu við æfingar. Ef þú ert í vafa um heilsufar eða getu, ráðfærðu þig við lækni áður en þú byrjar.

2. Persónubundin þjálfunaráætlun

Þjálfunaráætlun er sérsniðin að þínum markmiðum og heilsufari en er ekki ætluð til lækninga eða greininga.

Við tryggjum trúnað varðandi allar persónuupplýsingar og gögn sem þú deilir með okkur, eins og nánar er lýst í friðhelgistefnu okkar.

Friðhelgistefna

Við hjá Rakelhlyns leggjum okkur fram um að vernda persónuupplýsingar þínar og gætum þeirra í samræmi við persónuverndarlög. Hér er útskýring á því hvernig við söfnum, notum og verndum persónuupplýsingar.

1. Söfnun og notkun persónuupplýsinga

Við söfnum aðeins þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita þér þjálfunarþjónustu.

Dæmi um upplýsingar sem við söfnum eru nafn, aldur, heilsufar og markmið tengd þjálfun.

2. Notkun upplýsinga

Þessar upplýsingar eru notaðar til að þróa sérsniðna þjálfunaráætlun, hafa samband við þig, og tryggja gæði þjónustunnar.

3. Trúnaður og öryggi

Við deilum ekki persónuupplýsingum með þriðja aðila nema með skriflegu samþykki eða þar sem lög gera slíkt skylt.

Við tökum allar ráðstafanir til að vernda gögn þín með viðeigandi öryggisráðstöfunum.

4. Aðgangur og eyðing gagna

Þú getur óskað eftir því að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum, leiðrétta þær eða eyða þeim með því að hafa samband við okkur.

 

 

Endurgreiðslustefna

Við leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu og ánægju viðskiptavina okkar er okkur mikilvæg. Við skiljum þó að stundum geta komið upp ástæður fyrir endurgreiðslu.

 

1. Skilyrði fyrir endurgreiðslu

Endurgreiðsla er aðeins möguleg ef óskað er eftir henni áður en þjálfunaráætlun hefur verið sett saman og fyrstu þjálfunarskipti hafa farið fram.

Ef áætlun og þjónusta hafa þegar verið afhent, er endurgreiðsla ekki í boði.

Áskriftaleiðir

Vinsamlegast athugaðu að áskrift er ekki hægt að segja upp á meðan á bindingartíma stendur.  Vinsamlegast hafðu í huga að áskriftaleið er ódýrari en að greiða fyrir einstaka vöru

það er ekki á okkar ábyrgð hvort notendur nýti þjónustuna eða ekki, þjálfarinn mun gera allt til að hjálpa þér til þess að þú getur nýtt þjónustana til fulls.

Við mælum með því að skoða allar upplýsingar og skilmála áður en þú skráir þig í áskrift.

3. Sértilvik

Ef þú lendir í ófyrirséðum aðstæðum, t.d. alvarlegu heilsufari sem kemur í veg fyrir þátttöku, getur þú haft samband við okkur til að ræða sértækar lausnir.

Lög og varnarþing

Þessir skilmálar og öll viðskipti á milli þín og RakelHlyns lúta íslenskum lögum.
Hverskyns deilumál sem upp koma á milli aðila og sem ekki tekst að leysa með samningum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Við hvetjum viðskiptavini til að hafa samband við okkur til að leysa ágreining með viðræðum áður en lögsókn er höfðað.

Gildistaka og breytingar

Skilmálar þessir skuli taka gildi frá og með 01.11.2024 og skulu gilda um alla þá þjónustu sem fyrirtækið kann að bjóða upp á.


Fyrirtækið áskilur sér rétt il að breyta öllum skilmálum, gjaldskrám og þjálfunaráætlun hvenær sem er og án fyrirvara eða tilkynningar. 
Uppfærðir skilmálar taka gildi um leið og þeir hafa verið birtir á vefsíðu félagsins.

bottom of page